Ekki lengur hætta á krapaflóði

Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum fyrr í mánuðinum.
Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Ekki er lengur talin hætta á krapaflóði yfir hringveginn þar sem hann liggur yfir Jökulsá á Fjöllum.

Frá þessu greinir Vegagerðin í tísti. Vegurinn verði því opnaður að nýju en svæðið verði áfram vaktað.

Vegna hættu á krapa­flóði hef­ur brú­in yfir ána verið opnuð og henni lokað á víxl eft­ir aðstæðum frá 26. janú­ar. Nú um helg­ina var hún opin með vökt­un frá 9 til 19 á dag­inn en lokað utan þess ramma.

Eng­ar skemmd­ir hafa orðið á brúnni sjálfri á þess­um tíma en aðstaða Vega­gerðar­inn­ar á staðnum varð fyr­ir tjóni vegna flóðs sem flæddi yfir svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert