Ekki er lengur talin hætta á krapaflóði yfir hringveginn þar sem hann liggur yfir Jökulsá á Fjöllum.
Frá þessu greinir Vegagerðin í tísti. Vegurinn verði því opnaður að nýju en svæðið verði áfram vaktað.
Athugið: Ekki er lengur talinn hætta á krapaflóði á Hringvegi (1) við Jökulsá á Fjöllum og verður því vegurinn opinn en vöktun verður á svæðinu. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 8, 2021
Vegna hættu á krapaflóði hefur brúin yfir ána verið opnuð og henni lokað á víxl eftir aðstæðum frá 26. janúar. Nú um helgina var hún opin með vöktun frá 9 til 19 á daginn en lokað utan þess ramma.
Engar skemmdir hafa orðið á brúnni sjálfri á þessum tíma en aðstaða Vegagerðarinnar á staðnum varð fyrir tjóni vegna flóðs sem flæddi yfir svæðið.