Enn stafar hætta af krapastíflu við Jökulsárbrú

Aðstæður við Jökulsárbrú eru enn óbreyttar.
Aðstæður við Jökulsárbrú eru enn óbreyttar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Aðstæður við Jökulsárbrú á Fjöllum eru enn óbreyttar, þar sem vatnshæðin er töluvert hærri en venjulegt getur talist. 

Enn hefur það ekki lækkað að ráði, en dægursveiflna gætir. Vegna hættu á krapaflóði af þessum sökum hefur brúin verið opnuð og henni lokað á víxl eftir aðstæðum frá 26. janúar.

Nú um helgina var hún opin með vöktun frá 9-19 á daginn en lokað utan þess ramma. Engar skemmdir hafa orðið á brúnni sjálfri á þessum tíma en aðstaða Vegagerðarinnar á staðnum varð fyrir tjóni vegna krapastíflu sem flæddi yfir svæðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert