Fær þrjár milljónir vegna uppsagnar í veikindaleyfi

Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert íslenska ríkinu að greiða Sigríði Helgu Sverrisdóttur, fyrrverandi kennara við Menntaskólann í Reykjavík, rúmar þrjár milljónir króna í vangoldin laun og málskostnað, eftir að hún vann mál gegn skólanum fyrir rétti á föstudag.

Málið snerist um rétt Sigríðar til forfallalauna meðan á veikindum hennar stóð, sem dómurinn taldi að næði lengra en sem nam uppsagnarfresti hennar.

Sigríður Helga hafði farið í veikindaleyfi í nóvember 2018 á grundvelli læknisvottorðs sem staðfesti að hún væri óvinnufær. Í lok apríl var henni síðan sagt upp störfum, sem var að sögn rektors, Elísabetar Siemsen, vegna niðurskurðar í tengslum við styttingu framhaldsskólans. Í kjölfarið fékk Sigríður laun á uppsagnarfresti, eða út júlí. Dómurinn komst að niðurstöðu um að hún hefði átt rétt á launum í 360 daga eftir að veikindaleyfi hennar hófst, óháð uppsögnum. Því fær hún núna laun fyrir rúma þrjá mánuði, ásamt málskostnaði upp á 850.000 krónur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert