„Sjúkrahúsdvölin er auðveldari þegar þú ert svo heppinn að eiga bestu mömmu í heimi.“
Guðmundur Felix Grétarsson, sem liggur þessa dagana á sjúkrahúsi í Frakklandi eftir handleggjaágræðslu, fékk sérstaklega ánægjulega máltíð í dag, til tilbreytingar frá spítalamatnum: Heimagerða kjötsúpu úr eldhúsi móður hans og í eftirrétt íslenska skúffuköku sem skolað var niður með mjólk.
Eftir fjórar vikur af tilbreytingarlausum mat sem bragðaðist eins og pappír var þessi matseðill dagsins kærkominn, segir Guðmundur Felix í facebookfærslu um málið.
Tæpur mánuður er frá því að handleggir voru græddir á Guðmund Felix og fylgjast læknar enn náið með framvindunni. Sagt var frá því á dögunum að handleggirnir nýju væru að hafna nýja eigandanum en slík tilhneiging er eðlileg og ekki áhyggjuefni.
When you are lucky to have the best mom in the world, hospitalization becomes easier. After 4 weeks of eating the same,...
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Mánudagur, 8. febrúar 2021