Helga Guðrún fer fram gegn Ragnari

Helga Guðrún Jónasdóttir.
Helga Guðrún Jónasdóttir.

Helga Guðrún Jón­as­dótt­ir, sem starfaði m.a. sem upp­lýs­inga­full­trúi Fjarðabyggðar og sam­skipta­stjóri Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, býður sig fram til for­manns VR. Sitj­andi formaður er Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son.

Helga starfaði sem ráðgjafi fyr­ir VR um alda­mót­in og bauð sig fram til for­manns VR árið 2011 en tapaði for­manns­kjöri naum­lega fyr­ir Stefáni Ein­ari Stef­áns­syni.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að Helga leggi áherslu á að helsti styrk­ur VR fel­ist í stærð fé­lags­ins sem fjöl­menn­asta stétt­ar­fé­lags lands­ins. 

Síðustu miss­eri hef­ur fé­lags­mönn­um þó farið hlut­falls­lega fækk­andi. Snúa verði þess­ari þróun við, með því að þjóna hags­mun­um allra fé­lags­manna jafnt. Nálg­ast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýj­um grunni og huga að því milli­tekju­fólki sem glím­ir við versn­andi kjör. Þá verði að styrkja und­ir­stöður markaðslauna­kerf­is­ins, sem hef­ur margsannað sig sem öfl­ug­asta kjara­bar­áttu­tæki mik­ils meiri­hluta fé­lags­manna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Helga Guðrún vill að formaður VR starfi í þágu fé­lags­manna VR. Í því felst að for­manni VR beri að nota þann styrk sem fylg­ir því að vera formaður öfl­ug­asta stétt­ar­fé­lags lands­ins til að bæta kjör fé­lags­manna, en ekki eig­in stöðu á flokk­spóli­tísk­um vett­vangi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert