Helga Guðrún fer fram gegn Ragnari

Helga Guðrún Jónasdóttir.
Helga Guðrún Jónasdóttir.

Helga Guðrún Jón­as­dótt­ir, sem starfaði m.a. sem upp­lýs­inga­full­trúi Fjarðabyggðar og sam­skipta­stjóri Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, býður sig fram til for­manns VR. Sitj­andi formaður er Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son.

Helga starfaði sem ráðgjafi fyr­ir VR um alda­mót­in og bauð sig fram til for­manns VR árið 2011 en tapaði for­manns­kjöri naum­lega fyr­ir Stefáni Ein­ari Stef­áns­syni.

Í tilkynningu kemur fram að Helga leggi áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélags landsins. 

Síðustu misseri hefur félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugasta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna,“ segir í tilkynningunni.

Helga Guðrún vill að formaður VR starfi í þágu félagsmanna VR. Í því felst að formanni VR beri að nota þann styrk sem fylgir því að vera formaður öflugasta stéttarfélags landsins til að bæta kjör félagsmanna, en ekki eigin stöðu á flokkspólitískum vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert