Húsavíkurkirkja mikið skemmd

Bjarnahús og Húsavíkurkirkja eru mikilvæg hús í bæjarmynd Húsavíkur, bæði …
Bjarnahús og Húsavíkurkirkja eru mikilvæg hús í bæjarmynd Húsavíkur, bæði teiknuð af Rögnvaldi. mbl.is/Atli Vigfússon

Húsavíkurkirkja, sem vígð var árið 1907, er mikið skemmd og þarfnast hún mikillar viðgerðar.

Ljóst er að til þess þarf mjög mikið fjármagn og nú veltir sóknarnefndin vöngum yfir því hvernig eigi að útvega fé til kirkjunnar. Það á einnig við um Bjarnahús sem nú er safnaðarheimili.

Mikill fúi er í turni kirkjunnar og á fleiri stöðum. Allir þverbitarnir utan á turni kirkjunnar eru orðnir fúnir, margir skrautlistar eru illa farnir af fúa, allir krossarnir fjórir utan á kirkjunni eru ónýtir og einn þeirra er búið að taka niður til þess að smíða eftir honum. Hinir þrír gætu ef til vill dottið niður í vondu veðri þar sem þeir eru illa farnir, segir Guðbergur Rafn Ægisson kirkjuvörður í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka