Íslensk grágæs sést nú í fyrsta skipti í Danmörku

Heimsókn. Íslenska grágæsin NAV flaug með norskum vinum sínum og …
Heimsókn. Íslenska grágæsin NAV flaug með norskum vinum sínum og hefur verið á beit á túnum danskra bænda í Ålbæk á Norður-Jótlandi. Ljósmynd/Jens Kirkeby

Íslenska grágæsin NAV sem merkt var á Blönduósi sumarið 2017 sást rétt fyrir áramótin á Norður-Jótlandi.

Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk grágæs sést í Danmörku, svo vitað sér, að sögn Arnórs Þóris Sigfússonar, dýravistfræðings hjá Verkís, sem staðið hefur fyrir merkingum íslenskra grágæsa og fylgst með ferðum þeirra.

NAV sást á hefðbundnum vetrarstöðvum íslenskra gæsa á Skotlandi veturinn eftir að hún var merkt og á heimaslóðum á Blönduósi sumrin 2018 og 2019. Arnór telur líklegast að hún hafi verið í Skotlandi síðustu tvo vetur þótt ekki hafi borist tilkynningar um það, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta gæsaflug í Morgunblaðinu í dag.

Arnór frétti svo af NAV á Mæri og í Raumsdal og í Þrændalögum í Noregi í maí og október í fyrra. Nú hefur hann fengið upplýsingar um að hún hafi sést í Ålbæk á Norður-Jótlandi í Danmörku 30. desember sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert