Lítil skjálftahrina á Reykjanesi

Fjöldi lítilla skjálfta mælist á Reykjanesi.
Fjöldi lítilla skjálfta mælist á Reykjanesi. Rax/Ragnar Axelsson

Litlar skjálftahrinur hafa verið að mælast á Reykjanesi undanfarna daga. Miðpunkturinn er í grennd við Fagradalsfjall, þar sem mikill og eftirminnilegur jarðskjálfti varð í október á síðasta ári, af stærð 5,6.

Skjálftarnir sem nú hafa verið að mælast hafa flestir verið minni en einn að stærð. Mest hafa þeir verið í kringum tveir á Richter.

Veðurstofan vaktar jarðhræringar allan sólarhring en ekki er talin ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af þessari hrinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert