Nýi leikskólinn fer í kynningu

Undrabrekka. Nýbyggingin mun rísa á horni Suðurstrandar og Nesvegar.
Undrabrekka. Nýbyggingin mun rísa á horni Suðurstrandar og Nesvegar. Teikning/Andrúm arkitektar

Seltjarnarnesbær hefur á vef sínum kynnt tillögu á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd. Allir þeir sem vilja koma ábendingum á framfæri vegna tillögunnar geta gert það í síðasta lagi 21. febrúar nk.

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar ákvað árið 2017 að skipa starfshóp til að skoða og koma með tillögur að því með hvaða hætti því markmiði bæjarstjórnar verði náð að taka inn börn frá 12 mánaða aldri í leikskóla bæjarins. Starfshópurinn skoðaði ýmsar leiðir til að mæta þörf fyrir allt að 300 leikskólapláss frá árinu 2022.

Niðurstaða starfshópsins var að leggja til byggingu á nýjum leikskóla og sameina um leið alla starfsemi leikskólans í einni starfsstöð.

Bæjarráð lagði til á fundi í júlí 2018 að staðarval nýs leikskóla verði á núverandi svæði leikskólans, ásamt svæði sem gengið hefur undir nafninu Ráðhúsreitur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert