Pósthúsið í Mjódd verður opnað aftur í dag, mánudaginn 9. febrúar, en það hefur verið lokað síðustu vikur sökum framkvæmda eftir að myglugró komu í ljós við úttekt á húsnæðinu.
Pósthúsið á Dalvegi hefur annast þjónustu fyrir póstnúmer 109 og 111 á meðan framkvæmdir hafa staðið yfir en frá og með deginum í dag færist öll þjónusta fyrir viðkomandi póstnúmer aftur á pósthúsið í Mjódd.
Afgreiðslutími er frá 10:00 til 17:00 alla virka daga.