Alls eru 36 sjúklingar í eftirliti Covid-19-göngudeildar, þar af þrjú börn. Þetta kemur fram á vef Landspítalans en einn greindist með Covid-19 innanlands í gær.
Einn sjúklingur er inniliggjandi á Landspítala með virkt Covid-19 smit og 12 sem hafa lokið einangrun.
Enginn er á gjörgæslu vegna Covid-19 en alls hafa orðið 18 andlát á spítalanum í þriðju bylgju faraldursins.