Átta gistinætur voru skráðar á tjaldstæðinu í Skaftafelli í Vatnajökulsþjóðgarði í janúar. 260 voru hins vegar skráðar á sama tímabili í fyrra og 370 árið þar á undan.
Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði þjóðgarðsins, segir fækkunina gríðarlega, einkum í ljósi þess, að að öðru leyti hefur vetrarferðamönnum verið að fjölga á svæðinu undanfarin ár.
Þjónustumiðstöðin er opin en svo virðist sem ferðamenn veigri sér sumir við að leita þangað inn, ef til vill vegna ástandsins, að sögn Steinunnar.
Á Þingvöllum er nærri mannlaust og þjónustumiðstöðin lokuð á virkum dögum. Þar og víðar bíða menn sumarsins.