Vetrarfærð er á mestöllu landinu, hálka eða hálkublettir víðast hvar en líkur á krapa eða snjóþekju á vegum á Suður- og Austurlandi.
Yfirlit: Vetrarfærð er á mest öllu landinu, hálka eða hálkublettir víðast hvar en líkur eru á krapa eða snjóþekja á vegum á Suður- og Austurlandi. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 8, 2021
Á Vestfjörðum er snjóþekja á Dynjandisheiði en hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er hálka eða éljagangur á Fjarðarheiði og á Fagradal. Annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum, auk þess sem hreindýrahjörð hefur sést í nágrenni álversins á Reyðarfirði og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát á svæðinu.
Á Suðausturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og eitthvað um éljagang. Þá hefur hreindýrahjörð sést á Breiðamerkursandi og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát.