Vetrarfærð á mestöllu landinu

Goðafoss í klakaböndum. Myndin var tekin í gær.
Goðafoss í klakaböndum. Myndin var tekin í gær. mbl.is/Þorgeir

Vetrarfærð er á mestöllu landinu, hálka eða hálkublettir víðast hvar en líkur á krapa eða snjóþekju á vegum á Suður- og Austurlandi. 

Sést hefur til hreindýrahjarða á tveimur stöðum

Á Vestfjörðum er snjóþekja á Dynjandisheiði en hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er hálka eða éljagangur á Fjarðarheiði og á Fagradal. Annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum, auk þess sem hreindýrahjörð hefur sést í nágrenni álversins á Reyðarfirði og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát á svæðinu.

Á Suðausturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og eitthvað um éljagang. Þá hefur hreindýrahjörð sést á Breiðamerkursandi og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert