Birtu ljósmynd af röngum manni

Danski fjölmiðillinn Se og Hør hefur beðist afsökunar á því að hafa birt ljósmynd af röngum manni í tengslum við frétt um danska manninn sem hefur játað að hafa myrt Freyju Egilsdóttur Mogensen.

Myndin, sem var sögð vera af Dananum í veislu á Íslandi árið 2017, var þess í stað af Íslendingi sem tengist morðmálinu ekki á nokkurn hátt. Var hún boðin erlendum og íslenskum fjölmiðlum til sölu um helgina, þar á meðal mbl.is. Á dv.is og frettabladid.is var birt umfjöllun um frétt Se og Hør, en þær hafa báðar verið fjarlægðar.

Se og Hør telur að heimildamaður hafi farið með rangt mál og svikið fjölmiðilinn með því að senda honum mynd af röngum manni.

„Sem betur fer var myndin „blörruð“ en okkur þykir það afar leitt að hafa birt mynd af röngum manni, hvað þá í svona alvarlegu máli. Svona lagað á ekki að gerast,“ segir ritstjórinn Niels Pinborg í yfirlýsingu á vefsíðu Se og Hør.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert