Eitt smit í gær

Einn greindist með Covid-19 innanlands í gær og eru nú 28 í einangrun og 20 í sóttkví. Sá sem greindist með smit innanlands í gær var í sóttkví.

Einn var með mótefni á landamærunum og tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Daginn áður reyndust allir þrír sem greindust með smit á landamærunum vera með mótefni.

Tæplega 1.100 sýni voru tekin innanlands í gær og 252 á landamærunum. Nú eru 896 í skimunarsóttkví. Nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa innanlands er nú 3 og 6 á landamærunum en hér er miðað við síðustu tvær vikur.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 20 virk smit og 14 í sóttkví en á Suðurnesjum eru fjögur smit og fimm í sóttkví. Á Suðurlandi eru tvö smit og eitt á Vesturlandi og Norðurlandi eystra. 

Tvö börn á aldrinum 1-5 ára eru með Covid-19 og þrír á aldrinum 18-29 ára. Sex á fertugsaldri, sjö á fimmtugs- og sextugsaldri og þrir á sjötugsaldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert