Ekkert verður af rannsóknarverkefni Pfizer og Íslands. „Það verður ekkert af þessu. Það var mat Pfizer að hér væru of fá tilfelli til þess að framkvæma rannsókn af þessu tagi. Við höfðum engin haldbær rök gegn því,“ segir Kári Stefánsson í samtali við mbl.is.
Fundinn sátu, auk Kára, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.
Þórólfur tekur ekki jafn sterklega til orða og Kári og segir litlar líkur á því að af rannsókn verði.