Fær ekki að flytja inn dráttarvél frá Danmörku

Fendt 209 dráttarvél. Mynd úr safni.
Fendt 209 dráttarvél. Mynd úr safni.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti nýlega ákvörðun Matvælastofnunar að synja um innflutning á notaðri dráttarvél frá Danmörku. Óheimilt er að flytja til landsins notuð landbúnaðartæki. 

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.

Þar segir að stofnunin geti heimilað innflutning ef sannað þyki að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum.

Innflytjandinn hélt því fram að dráttarvélin hefði aldrei verið notuð í landbúnaði heldur einungis við slátt á fótboltavelli erlendis. Matvælastofnun taldi það ekki sannað auk þess sem vélin væri það ryðguð og illa farin að sótthreinsun væri óframkvæmanleg.

Ráðuneytið féllst á rök Matvælastofnunar og staðfesti synjunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert