Guðmundur Felix Grétarsson hefur birt skondið myndskeið á facebooksíðu sinni þar sem hann bregður á leik og borar í nefið með nýja handleggnum sínum.
Myndskeiðið hefur vakið mikla lukku og hafa fjölmargir skrifað ummæli við það.
Tæpur mánuður er liðinn síðan handleggir voru græddir á Guðmund Felix og fylgjast læknar náið með framvindunni. Hann liggur á sjúkrahúsi í Frakklandi þar sem hann jafnar sig.
Á dögunum var greint frá því að nýju handleggirnir væru að hafna eigandanum en slík tilhneiging er sögð eðlileg og ekkert áhyggjuefni.