Stærðarinnar ísspöng sem lagst hefur að höfninni við Tálknafjörð heldur bátunum í höfninni í gíslingu og hefur gert síðan í fyrradag. Það leiddi til þess að engu var landað í höfninni í gær eins og til stóð.
Sömuleiðis eru innlyksa í höfninni þjónustubátar á vegum laxeldisfyrirtækja sem eru með kvíar úti á firðinum. Á milli þeirra og bátanna situr spöngin sem föstust.
Þór Magnússon útgerðarmaður var með tvo beitningavélabáta á leið til hafnar á Tálknafirði í gær, sem hann þurfti í staðinn að senda annars vegar til Patreksfjarðar og hins vegar til Ólafsvíkur til að landa aflanum þar. „Þetta er fúlt,“ segri Þór í samtali í Morgunblaðinu í dag. Veiðin hefur að hans sögn verið ágæt og verra að landa aflanum ekki í heimahöfn, sem missir þá tekjurnar. Fiskurinn er þó unninn annars staðar.