Jarðskjálfti í kringum 2,8 að stærð mældist um 10 kílómetra norðaustan Grímseyjar nú fyrir skömmu. Þetta staðfestir Veðurstofa Íslands.
Þá var tilkynnt um skjálfta nálægt Kleifarvatni sem gæti hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu. Hann var 2,9 að stærð, samkvæmt nýjustu mælingum.