„Mjög litlar líkur á að verði af þessu“

Þórólfur Guðnason var á fundi Pfizer í dag.
Þórólfur Guðnason var á fundi Pfizer í dag. Kristinn Magnússon

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á leið út af fundi Íslendinga við Pfizer að hverfandi líkur væru á að af rannsóknarverkefni á Íslandi yrði. 

Hann segir þó ekki búið að slá þetta út af borðinu.

„Ég myndi segja að það væru mjög litlar líkur á því að það verði af þessu. Það er ekki búið að slá þetta alveg út af borðinu en það eru svona hverfandi líkur finnst mér,“ sagði Þórólfur við mbl.is.

Engin samningsdrög voru lögð fram á fundinum í dag. Þórólfur sagðist nú myndu ræða við sitt fólk.

„Það hefur enginn samningur verið á borðinu þrátt fyrir allar þessar sögur. Við vorum bara að ræða málin og munum skýra betur frá þessu á næstunni,“ sagði Þórólfur.

„Ég tel frekar ólíklegt að það verði af þessu.“

Segirðu það til að losna við blaðamenn? „Líka,“ sagði Þórólfur.

Mat Pfizer er að sögn Kára Stefánssonar að of lítið smit sé á landinu til að það sé skynsamlegt að framkvæma þessa rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka