Reykjarmökk leggur frá iðnaðarsvæði Eimskips í Sundagörðum í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er bíll á leið á svæðið og því eru upplýsingar um umfang elds ekki ljósar á þessari stundu.
Uppfært 11:00:
Samkvæmt upplýsingum frá Eddu Rut Björndóttur, framkvæmdastjóra mannuðs- og samskiptasviðs hjá Eimskip, kviknaði í rusli í ruslabíl.
Tók bílstjóri til þess ráðs að losa ruslið á plan. Segir Edda ekki hættu á ferðum. Slökkvistarf er í gangi.
Fréttin verður uppfærð.