Þreytan kemur ekki á óvart

Samfélagsmiðlar reyna hvað þeir geta að ná til fólks.
Samfélagsmiðlar reyna hvað þeir geta að ná til fólks.

Síðustu ár hefur ákveðin auglýsingaþreyta farið að gera vart við sig á samfélagsmiðlum, nú þegar fleiri eru byrjaðir að nýta miðlana til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri, að sögn Sigurðar Svanssonar, eins af eigendum auglýsingastofunnar SAHARA.

Þreytan lýsir sér m.a. þannig að fólk veitir slæmri framsetningu á markaðsefni sem birtist einstaklingum á röngum forsendum minni athygli, eins og Sigurður lýsir því.

„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að þessi þreyta sé farin að myndast, enda sjáum við það greinilega í því hvernig einstaklingar eru farnir að færa sig meira og meira inn í lokuð svæði á borð við Facebook-hópa, lokuð samtöl inni á Facebook Messenger eða nýja miðla þar sem þeir eru lausir við áreiti auglýsenda. Facebook hefur til að mynda verið mjög meðvitað um þetta og því hefur samfélagsmiðillinn lýst því yfir að hann vilji gefa efni frá einstaklingum meira vægi á miðlinum, þ.e. að þú sjáir meira af efni frá vinum og vandamönnum, á kostnað auglýsinga frá fyrirtækjum,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert