Orðrómurinn um samning Íslands við bóluefnaframleiðandann Pfizer um hjarðónæmisrannsókn hér á landi hefur verið vægast sagt þrálátur.
Fjöldi frétta hafa verið sagðar af þessum möguleika en enn meira hafa ýmsar hliðar hans verið ræddar á kaffistofum landsins, þar sem annar hver maður hefur talið sig hafa trausta heimild um að samningurinn sé sannarlega í höfn.
Þær vonir voru að engu gerðar í dag eftir fund Íslendinga við Pfizer síðdegis. Vonbrigðin voru meiri háttar, í samræmi við væntingarnar. Katrín Agla Tómasdóttir eðlisfræðinemi:
takk þráláti orðrómur fyrir ekkert
— kate the skate (@katagla) February 9, 2021
Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður telur að Íslendingar eigi að láta þetta sér að kenningu verða.
gefum nú gróu á leiti smá frí
— Atli Fannar (@atlifannar) February 9, 2021
Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona tekur undir sjónarmið um mikilvægi áreiðanlegra heimilda.
Fyrst og fremst verð ég að lýsa yfir vonbrigðum með ansi marga áreiðanlega heimildarmenn vina minna.
— Viktoría Hermannsdóttir (@Viktoriaherm) February 9, 2021
Sagt var frá því að fjöldi fólks hefði fjárfest í hlutabréfum hjá Icelandair í trausti þess að hér væri allt á leiðinni af stað á ný.
Ruslafata á salerni í Kringlunni uppúr hádegi í dag, fyrir Pfizer-vonbrigðin.
— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) February 9, 2021
Sumir gíruðu sig í hlutabréfum, aðrir veðjuðu á annað.
Niðurstaðan er sú sama: Brostnar vonir! pic.twitter.com/2xHsYX7i3H
Þegar allt kom fyrir ekki, þurfti fólk huggun, samkvæmt Guðmundi Jörundssyni.
Það er hópdeyfing í gangi á Domino’s eftir vonbrigðafréttir dagsins pic.twitter.com/ToygMe4AoU
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 9, 2021
Guðmundur benti einnig á að Kári Stefánsson hefði lag á að standa uppi sem sigurvegari, hvernig sem færi.
Auðvitað tekst Kára að koma útúr þessu sem alpha. Það var Pfizer sem höndlaði ekki pressuna frá kóngnum. pic.twitter.com/FS8hjkcQY9
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 9, 2021
Annars grét þjóðin í raun bara í kór:
Jæja, maður Pfizer þá bara eitthvað annað bóluefni haha :-)
— vésteinn (@gardbaeingur) February 9, 2021
langaði hvort sem er ekki í þetta drasl bóluefni
— sveppi (@sveppalicious) February 9, 2021
Vonbrigðalestin að keyra yfir þjóðina á 200km/h
— Sylvía Hall (@sylviaahall) February 9, 2021
Hvern tölum við við um að gera rannsókn á því þegar 370 þúsund manns fá taugaáfall á sama klukkutíma?
— siggi mús (@siggimus) February 9, 2021