„Vissum vel að brugðið gæti til beggja vona“

Katrín segir niðurstöðu fundarins ekki hafa komið henni sérstaklega á …
Katrín segir niðurstöðu fundarins ekki hafa komið henni sérstaklega á óvart. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa verið undirbúin fyrir það að fundur Pfizer og Íslands vegna rannsóknarverkefnis í bólusetningu myndi ekki fara á besta veg.

„Við vissum vel að brugðið gæti til beggja vona,“ segir Katrín við mbl.is.

„Auðvitað væri frábært ef af þessu gæti orðið, en við höldum ótrauð áfram í okkar bólusetningum sama hvað.“

Aðspurð segir Katrín ESB ekki hafa beitt ríkisstjórnina neinum þrýstingi í málinu.

„Nei, Evrópusambandið beitti engum þrýstingi á ríkisstjórn Íslands vegna tilraunaverkefnisins.“

Þá segir forsætisráðherra að ekkert liggi fyrir um rannsóknarverkefnissamninga við aðra bóluefnaframleiðendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert