Banna ferðir á K2

Þyrla á sveimi yfir grunnbúðum K2 í janúar síðastliðnum.
Þyrla á sveimi yfir grunnbúðum K2 í janúar síðastliðnum. AFP

Stjórnvöld í Pakistan hafa lagt bann við því að klífa fjallið K2 yfir vetrartímann. Bannið tekur strax gildi.

Washington Post greinir frá þessu.

Ástæðan fyrir þessu er að þriggja fjallgöngumanna er saknað á fjallinu, eða Johns Snorra, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Síle.

Slæmt veður hefur hamlað björgunarstarfi. Gera þurfti hlé á leitinni á mánudaginn vegna skýjahulu sem var yfir stærstum hluta K2. Síðan þá hefur engin þyrla getað flogið yfir svæðinu.

Stjórnvöld ætluðu að funda í dag til að skoða næstu skref varðandi leitina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert