Bólusetningar í fjöldabólusetningarstöð í Laugardalshöll hófust í hádeginu í dag þegar 400 slökkviliðsmenn og lögregluþjónar fengu seinni sprautu bóluefnis Moderna.
Á morgun hefjast síðan bólusetningar með bóluefni AstraZeneca á Suðurlandsbraut 34.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði við mbl.is í morgun að hægt væri að taka á móti allt að 500 manns á klukkustund í bólusetningu í Laugardalshöll.