Ekkert smit innanlands í gær

Eng­inn greind­ist með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær. Nú eru 24 í ein­angr­un vegna Covid-19 og hef­ur þeim fækkað um fjóra á milli daga. Sautján eru í sótt­kví og 983 eru í skimun­ar­sótt­kví.

Þetta kemur fram á covid.is en ný­gengi inn­an­lands­smita mæl­ist nú 1,9.

Eitt virkt smit greind­ist í seinni sýna­töku á landa­mær­un­um í gær. 

Alls voru 635 ein­kenna­sýni tek­in hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og Land­spít­ala, 315 við landa­mæra­skimun og 27 sýni voru tek­in skimun­um hjá ÍE.

Nú eru 20 í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu en 14 í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru fjór­ir í ein­angr­un og fimm marg­ir í sótt­kví. Á Suður­landi eru  tvö virk smit en eng­inn í sótt­kví. Á Vest­ur­landi er einn með Covid-19 en eng­inn í sótt­kví. Á Norður­landi eystra er einn í sótt­kví. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert