Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 24 í einangrun vegna Covid-19 og hefur þeim fækkað um fjóra á milli daga. Sautján eru í sóttkví og 983 eru í skimunarsóttkví.
Þetta kemur fram á covid.is en nýgengi innanlandssmita mælist nú 1,9.
Eitt virkt smit greindist í seinni sýnatöku á landamærunum í gær.
Alls voru 635 einkennasýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítala, 315 við landamæraskimun og 27 sýni voru tekin skimunum hjá ÍE.
Nú eru 20 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu en 14 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru fjórir í einangrun og fimm margir í sóttkví. Á Suðurlandi eru tvö virk smit en enginn í sóttkví. Á Vesturlandi er einn með Covid-19 en enginn í sóttkví. Á Norðurlandi eystra er einn í sóttkví.