Loftkastalinn hefur farið í þinglýsingarmál við Reykjavíkurborg. Snýr kæran að því að borgin hafi skipt lóð sem Loftkastalinn keypti árið 2018 upp í óþökk Loftkastalans. Málið gæti haft víðtækari áhrif og nær til allra lóða í Gufunesi.
Forsaga málsins er sú Loftkastalinn keypti lóð af Reykjavíkurborg í því skyni útbúa leikmyndir. Telur Loftkastalinn sig hafa verið svikinn í kjölfar uppskiptingar lóðarinnar.
Ástæða þess er sú að Reykjavíkurborg byggði veg við enda lóðarinnar sem leiðir til þess að gólfhæð er mismunandi á lóðunum eftir uppskiptinguna. Torveldar það mjög starfsemina þar sem ekki er hægt að draga leikmyndir á milli húsa eins og til stóð að gera þegar kaup voru gerð. Til þess sé halli of mikill.
Vegurinn norðanmegin er að sögn Barkar I Jónssonar lögmanns Loftkastalans allt að 0,6 m hærri en gólfflötur núverandi húsa. Kærði Loftkastalinn borgina fyrir úrskurðarnefnd um skipulags og byggingarmál. Var kæran byggð á þeim forsendum að lagning vega væri hærri en skipulag gaf til kynna og væri í trássi við hæðarkóta. Úrskurðurinn féll borginni í vil á þeim forsendum að búið væri að skipta lóðinni í tvennt og þinglýsa henni sem slíkri.
Í framhaldi af því að málið tapaðist hjá úrskurðarnefndinni ákvað Loftkastalinn að freistast til þess að ná fram ógildingu þinglýsingar. Málið verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í þessum mánuði.