Mældu 900 skjálfta á Reykjanesi í síðustu viku

Töluverð skjálftavirkni er á öllu landinu að sögn veðurfræðings.
Töluverð skjálftavirkni er á öllu landinu að sögn veðurfræðings. mbl.is/Kristinn Magnússon

Minni jarðskjálftavirkni hefur verið í dag bæði við Kleifarvatn og úti fyrir Grímsey en í gær mældust þar skjálftar allt að þrjú stig að stærð. Skjálftarnir í gær fundust í byggð að sögn sérfræðings á veðurstofunni.

Töluverð virkni hefur verið undanfarna daga og fylgist Veðurstofa Íslands grannt með því svæði, sem og öllu landinu.

Í seinustu viku mældust 900 skjálftar á Reykjanesi sem var töluvert meira en vikuna þar áður. Mesta virknin var við Fagradalsfjall.

Þann 4. febrúar síðastliðinn hófst jarðskjálftahrina norðaustur af Grímsey sem enn stendur yfir og hafa mælst þar um 340 skjálftar síðan þá. Sérfræðingur veðurstofunnar segir að töluverð virkni sé um allt land þessa stundina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert