Óskað var eftir aðstoð frá lögreglu á bráðamóttökunni í Fossvogi um hádegisbil í dag. Þar var ofurölvi einstaklingur sem þótti vera til vandræða, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Draga þurfti tvo bíla á brott eftir umferðarslys í Fossvogi fyrir hádegið. Meiðsli fólks í bílunum voru ekki alvarleg. Annað umferðaróhapp var tilkynnt í Vogahverfinu eftir hádegið en þá valt vörubíll. Engan sakaði og vörubíllinn skemmdist ekki.
Tveir voru handteknir á vettvangi eftir innbrot í hverfi 105. Annar þeirra er grunaður um að hafa haft fíkniefni á sér.