Reynir kaupir Mannlíf

Reynir Traustason, nýr eigandi Mannlífs.
Reynir Traustason, nýr eigandi Mannlífs. mbl.is/Ómar

Reynir Traustason ritstjóri og Trausti Hafsteinsson, fréttastjóri Mannlífs, hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtíngi útgáfufélagi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá nýjum eigendum. 

Reynir er gamalreyndur blaðamaður og starfaði á árum áður á DV, Fréttablaðinu og fleiri miðlum. Þá var hann einn af stofnendum Stundarinnar.

Í tilkynningu er rakið að Birtíngur útgáfufélag sé í eigu Goðdala sem sé 100% í eigu Sigríður Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur. Boðað er áframhaldandi samstarf við tímarit Birtíngs. 

„Við höfum verið í mikilli sókn undanfarin misseri. Af lestrarmælingum má ætla að lestur Mannlífs sé í dag talsvert meiri en samanlagður lestur þeirra þriggja netmiðla sem við bárum okkur saman við þegar ég hóf störf sem ritstjóri Mannlífs. Á bilinu 50-60 þúsund lesendur heimsækja vef Mannlífs að jafnaði á hverjum degi og við munum halda áfram að höfða til ört stækkandi lesendahóps,“ segir Reynir í tilkynningunni.

Kaup Reynis og Trausta eru í gegnum einkahlutafélagið Sólartún ehf., sem er að 75 prósent hluta í eigu Reynis og Trausti er eigandi að 25 prósenta hlut í félaginu, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert