Söfnun fyrir fjölskyldu Freyju

Húsið í Mall­ing í Dan­mörku þar sem Freyja bjó.
Húsið í Mall­ing í Dan­mörku þar sem Freyja bjó. Ljós­mynd/​​Ritzau

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir börn og fjölskyldu Freyju Egilsdóttur sem nýverið var ráðinn bani í Danmörku. Hún lét eftir sig tvö ung börn sem eru nú í umsjá nákominna ættingja.

„Freyja var yndisleg móðir og góð vinkona sem vildi allt fyrir alla gera. Hún var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd þegar á reyndi og gaf sér tíma til að hlusta á aðra, hún var sannarlega vinur vina sinna. Freyja á tvær systur og móður búsettar hér á Íslandi og langar okkur að styrkja fjölskylduna til þess að þau hafi tækifæri á að vera saman á þessum erfiðu tímum. Hugur okkar er hjá þeim og blessuðum börnunum,“ segir í fréttatilkynningu.

Númer söfnunarreikningsins er 0511-14-007189 kt. 250463-2789.

Sem kunnugt er fannst Freyja látin á heimili sínu í bænum Malling á Austur-Jótlandi 2. febrúar síðastliðinn. Fyrrverandi sambýlismaður Freyju, 51 árs gamall, var handtekinn grunaður um að vera valdur að dauða hennar. Hann hafði áður tilkynnt að hún væri horfin og vöknuðu strax grunsemdir við lýsingar mannsins. Leitin beindist fljótt að heimili Freyju þar sem lík hennar fannst.

Maðurinn játaði við yfirheyrslu hjá lögreglu og var ákærður fyrir manndráp og fyrir ósæmilega meðferð á líki. Hann fékk tíu ára dóm árið 1996 fyrir manndráp á barnsmóður sinni. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert