Þrír fengu fimm milljónir

Þrír heppnir miðaeigendur fá fimm milljónir hver.
Þrír heppnir miðaeigendur fá fimm milljónir hver. mbl.is/Golli

Þrír miðaeigendur fengu hæsta vinning í aðalútdrætti Happdrættis Háskólans í kvöld og fær hver um sig fimm milljónir króna.

Þá fékk einn trompmiðaeigandi 500 þúsund króna vinning, en þar sem hann var með trompmiða fimmfaldast vinningsupphæðin og fékk hann því 2,5 milljónir króna í sinn hlut. Sex vinningshafar fengu milljón krónur og nítján hálfa milljón króna. Milljónaveltan gekk ekki út og verða því tuttugu í pottinum í mars.

Alls fengu 3.620 manns vinning í útdrætti dagsins og skipta þeir með sér 127 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert