Velferðarnefnd skoðar samninga um bóluefni

Helga Vala Helgadóttir á Alþingi.
Helga Vala Helgadóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Velferðarnefnd Alþingis hefur fengið leyfi fyrir því að skoða þá fimm samninga sem Ísland hefur gert um bóluefni.

„Næst á dagskrá hjá nefndinni er að fá að sjá þessa samninga sem hafa verið gerðir. Við fengum það samþykkt,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, og bætir við að trúnaður ríki um samningana.

Hún reiknar með því að samningarnir verði ræddir á næsta fundi velferðarnefndar á föstudaginn.

Spurð hvort hjarðónæmisrannsókn Pfizer hér á landi sem ekkert verður af verði rædd segir hún að nefndin muni ef til vill spyrjast fyrir um hana. Ekki hefur verið kallað eftir skýrslu um málið en vel má vera að óskað verði eftir henni, að sögn Helgu Völu.

Hún segir að væntingarnar hérlendis um að rannsóknin yrði að veruleika hafi verið fullmiklar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi reynt hvað hann gat til að stilla væntingunum í hóf. „Líklega var hann með væntingastjórnunina í góðu lagi en við fórum kannski fram úr okkur,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert