Maður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, sem varð fyrir utan skemmtistaðinn B5 í febrúar í fyrra.
Ákærði var sakaður um að hafa veist að með ofbeldi að brotaþola og rekið olnboga sinn í andlit hans með þeim afleiðingum að efri og neðri framtennur gengu inn og losnuðu að hluta.
Hann játaði brotin skýlaust og taldi dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin hafi verið sannleikanum samkvæm enda sé hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.
Ákærða var þá einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 100.000 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti en annan sakarkostnað leiddi ekki af málinu en þess var krafist að ákærði yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.