Endurskoða lög um ökutækjatryggingar

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar, spurði fjármála- og efnahagsráðuneytið hvort …
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar, spurði fjármála- og efnahagsráðuneytið hvort til standi að breyta lögum um ökutækjatryggingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til stendur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu að leggja fram drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um ökutækjatryggingar, þar sem vangoldið tryggingariðgjald færist yfir á nýjan eiganda við eigendaskipti á ökutæki, miðað við núverandi lagaumgjörð. 

Kemur þetta fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar, lagði fram þessa efnis. Þá spurði hún einnig hvort til standi að gera kröfu um að tryggingariðgjöld verði gerð upp við eigendaskipti.

Bilgreiningasambandið lýsti óánægju yfir lögunum

Bílgreiningasambandið lýsti fyrir ári síðan yfir óánægju með lögin og telur þau gera neytendum ógerlegt að verja rétt sinn, hvíli á ökutæki lögveð vegna vangoldinna tryggingagjalda.

Í svari ráðuneytisins kemur fram að stefnt sé að því að lögð verði fram frumvarpsdrög á Alþingi „á næstunni“, sem yrði afrakstur vinnu sem er þegar hafin í ráðuneytinu en unnið er að yfirferð á ábendingum sem borist hafa um lög um ökutækjatryggingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert