Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk nýverið grædda á sig handleggi í Lyon í Frakklandi er kátur með að fá loks að hitta móður sína, Guðlaugu Ingvadóttur. Hann hefur nú hitt hana í tvígang síðan aðgerðin var framkvæmd, eftir að spítalinn veitti þeim mæðginum undanþágu frá ströngum heimsóknarreglum vegna Covid-19.
Guðmundur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að vonandi fái hann að hitta pabba sinn um helgina.
Guðmundur fékk grædda á sig handleggi um miðjan janúar, fyrstur manna. Það tekur sinn tíma fyrir Guðmund að jafna sig eftir aðgerðina og liggur hann nú á sjúkrahúsi í Lyon.
Finally the hospital has made an exception to see my mom. This is the 2nd time that I meet her since the operation and...
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Fimmtudagur, 11. febrúar 2021