Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu

Góði hirðirinn er við Hverfisgötu 94-96
Góði hirðirinn er við Hverfisgötu 94-96 Ljósmynd Þráinn

Stjórnendur og stjórn Sorpu og Góða hirðisins hafa ákveðið að halda rekstri verslunar Góða hirðisins við Hverfisgötu 94-96 áfram. Verslunin var opnuð í tilraunaskyni um miðjan nóvember á liðnu ári til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir rekstri útibús Góða hirðisins.

Í fréttatilkynningu kemur fram að stjórnendur bundu vonir við að verkefnið gengi eftir, því þau endurnot sem Góði hirðirinn stuðlar að eru mikilvægur stuðningur við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og það að draga úr myndun úrgangs.

Góði hirðirinn verður áfram á Hverfisgötu.
Góði hirðirinn verður áfram á Hverfisgötu. Ljósmynd Þráinn Kolbeinsson

„Árangurinn lét ekki á sér standa og var ákveðið að semja til langtíma við eigendur húsnæðisins við Hverfisgötu. Þennan árangur má meðal annars sjá í því að í janúar í ár seldust um 12.000 fleiri munir í Góða hirðinum en í janúar í fyrra.

Versluninni við Hverfisgötu verður lokað tímabundið frá og með mánudeginum 15. febrúar vegna framkvæmda og því er rýmingarsala í versluninni í fullum gangi. Stefnt er að því að opna hana aftur í mars.“

Frá verslun Góða hirðisins á Hverfisgötu.
Frá verslun Góða hirðisins á Hverfisgötu. Ljósmynd Þráinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert