Látin laus eftir 1001 dag

Loujain al-Hathloul.
Loujain al-Hathloul. AFP

Sádi­ar­ab­íska bar­áttu­kon­an Loujain al-Hat­hloul var lát­in laus úr fang­elsi í gær eft­ir að hafa setið í 1001 dag í haldi að sögn fjöl­skyldu henn­ar.  Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra fagn­ar lausn Loujain. 

Hat­hloul, sem er 31 árs, var hand­tek­in í maí 2018 ásamt rúm­um tug annarra kvenna, nokkr­um dög­um áður en ára­tuga­langt bann við akstri kvenna var af­numið. Mál sem kon­urn­ar höfðu meðal ann­ars bar­ist fyr­ir auk annarra rétt­inda kvenna í kon­ungs­rík­inu. 

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Loujain al-Hathloul var látin laus …
Gríðarleg fagnaðarlæti brut­ust út þegar Loujain al-Hat­hloul var lát­in laus í gær. AFP

Þrátt fyr­ir að vera laus úr haldi er hún enn und­ir eft­ir­liti og bannað að yf­ir­gefa Sádi-Ar­ab­íu. Gríðarleg fagnaðarlæti brut­ust út meðal fjöl­skyldu henn­ar og vina í gær sem hafa bar­ist fyr­ir lausn Loujain al-Hat­hloul und­an­far­in ár.

 „Loujain er kom­in heim,“ skrif­ar syst­ir henn­ar, Lina al-Hat­hloul, á Twitter. „Heima eft­ir 1001 dag í fang­elsi,“ bætti hún við og birti mynd af syst­ur sinni bros­andi.

Lina al-Hat­hloul var aðalræðumaður á málþingi sem haldið var í til­efni af alþjóðlega mann­rétt­inda­deg­in­um 10. des­em­ber 2019 hér á landi. 
 
Lina hef­ur bar­ist fyr­ir frelsi syst­ur sinn­ar, Loujain al-Hat­hloul, sem var rænt úti á götu í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um í maí 2018 og flutt til Sádi-Ar­ab­íu þar sem hún sat í fang­elsi þangað til í gær. Hún var meðal ann­ars pyntuð og haldið í ein­angr­un í fang­els­inu. Loujain hafði um ára­bil bar­ist fyr­ir af­námi for­ræðis karla yfir kon­um í Sádi-Ar­ab­íu og akst­urs­banni kvenna áður en hún var fang­elsuð.

Aðeins farið fram á full­kom­lega sjálf­sögð rétt­indi

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Ég fagna því mjög að stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu hafi leyst Loujain úr haldi og þótt fyrr hefði verið. Henn­ar bar­átta fyr­ir rétt­ind­um kvenna í Sádi-Ar­ab­íu hef­ur rétti­lega vakið heims­at­hygli enda hef­ur hún aðeins farið fram á full­kom­lega sjálf­sögð rétt­indi fyr­ir hönd kvenna.

Ákær­ur gegn henni hafa verið úr öllu hófi, hún hef­ur verið sökuð um hryðju­verk og sætt harðræði í fang­elsi. Mál henn­ar hef­ur haft áhrif á marga,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra.

„Ég varð þess heiðurs aðnjót­andi að hitta syst­ur henn­ar, Linu al-Hat­hloul, þegar hún kom hingað í des­em­ber 2019. Það var eft­ir­minni­leg­ur fund­ur, Lina hef­ur bar­ist linnu­laust fyr­ir því að vekja at­hygli á máli syst­ur sinn­ar og hún hef­ur ekki síður sýnt hug­rekki en Loujain.

Lina var hingað kom­in til að taka þátt í fundi um reynslu Íslands af setu í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna en við tók­um á sín­um ákveðið frum­kvæði í mann­rétt­indaráðinu að því að beina kast­ljós­inu að ástandi mann­rétt­inda­mála í Sádi-Ar­ab­íu.

En á meðan við fögn­um því að nú sé búið að leysa Loujain úr haldi ber að gæta að því að ólög­mæt­ur dóm­ur yfir henni er ein­göngu skil­orðsbund­inn og hún nýt­ur ekki ferðaf­rels­is, ekki frek­ar en for­eldr­ar henn­ar sem búa í Sádi-Ar­ab­íu, og get­ur því m.a. ekki hitt systkini sín sem búa ann­ars staðar. Bar­átta fjöl­skyld­unn­ar og annarra fyr­ir bætt­um mann­rétt­ind­um í Sádi-Ar­ab­íu held­ur því áfram en þetta skref er já­kvætt og veit von­andi á gott,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.  

Frétt mbl.is

For­seti Banda­ríkj­anna, Joe Biden, fagnaði niður­stöðunni en hann hef­ur gagn­rýnt krón­prins­inn í Sádi-Ar­ab­íu, Mohammed bin Salm­an, fyr­ir mann­rétt­inda­brot­in í land­inu. Biden seg­ir að þetta hafi verið rétt ákvörðun og banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir að það hefði aldrei átt að fang­elsa Hat­hloul að því er seg­ir í frétt AFP-frétta­stof­unn­ar. 

Þrjár myndir af Loujain al-Hathloul.
Þrjár mynd­ir af Loujain al-Hat­hloul. AFP

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, sem hef­ur ít­rekað kraf­ist lausn­ar Hat­hloul, fagnaði frétt­un­um á Twitter í gær­kvöldi. 

Und­ir lok des­em­ber var Hat­hloul dæmd í fimm ára og átta mánaða fang­elsi fyr­ir hryðju­verk en dóm­ur­inn var að hluta skil­orðsbund­inn og því var hún lát­in laus nú. Hún var meðal ann­ars dæmd fyr­ir brot á alls­herj­ar­reglu og að hafa reynt að grafa und­an stjórn­völd­um. 

Að sögn fjöl­skyldu Hat­hloul er bar­átt­unni hvergi nærri lokið þrátt fyr­ir að Loujain sé kom­in heim en henni er meðal ann­ars bannað að ferðast næstu fimm árin auk þess sem ásök­un­um henn­ar um pynt­ing­ar og annað of­beldi í fang­els­inu hef­ur verið vísað á bug af dóm­stól­um.


Lausn Loujain al-Hat­hloul er gríðarleg­ur létt­ir en um leið löngu tíma­bær seg­ir Lynn Ma­alouf, sem starfar fyr­ir Am­nesty In­ternati­onal í Mið-Aust­ur­lönd­um. Ekk­ert geti bætt fyr­ir grimmi­lega meðferð á henni eða rang­lætið sem hún hef­ur mátt þola bæt­ir Ma­alouf við. 

Mik­il breyt­ing varð á stöðu Sádi-Ar­ab­íu gagn­vart Banda­ríkj­un­um eft­ir valda­skipt­in í janú­ar en í valdatíð Don­alds Trumps í embætti for­seta fengu yf­ir­völd þar í raun frítt spil þegar kom að mann­rétt­inda­brot­um. Biden er ekki á sama máli og er gert ráð fyr­ir að hann muni þrýsta mjög á lausn fólks úr fang­elsi sem er með tvö­falt rík­is­fang, banda­rískt og sádi­ar­ab­ískt. Eins lausn aðgerðasinna og fólks úr kon­ungs­fjöl­skyld­unni en marg­ir eru í haldi án form­legr­ar ákæru í Sádi-Ar­ab­íu. 

Hat­hloul fór meðal ann­ars í hung­ur­verk­fall í fang­els­inu til að mót­mæla fang­els­un­inni og greindi frá því við rétt­ar­höld­in að hún hefði verið pyntuð og beitt kyn­ferðis­legu of­beldi af grímu­klædd­um körl­um við yf­ir­heyrsl­ur. Hún, líkt og fleiri bar­áttu­kon­ur, lýsti því hvernig hún var bar­in með prik­um, gefið raf­lost og pyntuð með vatni (water­bo­ar­ding) en þar er viðkom­andi bund­inn þannig að höfuðið hall­ast niður, og vatni svo hellt yfir höfuðið til að fram­kalla drukkn­un­ar­til­finn­ingu.

For­eldr­ar Hat­hloul greindu frá því á sín­um tíma að dótt­ir þeirra hefði verið með áverka þegar þau fengu að heim­sækja hana í fang­elsi en áfrýj­un­ar­dóm­stóll hafnaði ásök­un­um henn­ar um pynt­ing­ar.

Frétt Guar­di­an

Frétt CNN

Frétt NPR

Frétt Washingt­on Post

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert