Um 25% starfsmanna hjá slökkviliðinu á höfuðbrorgarsvæðinu hringdu sig inn veika í dag en veikindin kunna að tengjast fyrstu bóluefnasprautunni, sem þeir og aðrir framlínustarfsmenn fengu í gær.
„Þetta fór misjafnlega í menn eins og við bjuggumst reyndar við. Menn eru kannski 80% til 90% góðir. En heilt yfir hefur þetta gengið vel hjá okkur, enda harðir menn til vinnu,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, og bætir við að sprautunni fylgi almenn flensueinkenni.
„Menn voru slæmir í morgun en síðan eftir hádegið eru menn betri. Þetta virðist vera verst á fyrsta sólarhringnum,“ segir hann og bætir við að engar áhyggjur þurfi að hafa enda næturvaktin vel mönnuð.