Ný bygging líkist þeirri gömlu

Ný ásýnd Sæbrautar. Hér má sjá hvar hið nýja hús …
Ný ásýnd Sæbrautar. Hér má sjá hvar hið nýja hús (hvítt) hefur verið sett inn í götumynd Sæbrautarinnar. Það verður nær götunni en gamla húsið er nú.

Tillaga arkitektastofunnar Kurtogpí bar sigur úr býtum í samkeppni um nýjar byggingar á Kirkjusandi. Þær koma í stað Íslandsbankahússins sem stendur á lóðinni. Húsið verður rifið en það var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda.

Vinningstillagan verður unnin áfram sem nýtt deiliskipulag fyrir Kirkjusand 2, lóð A á Kirkjusandsreit. Fimm byggingar munu rísa á reitnum. Aðalbyggingin, næst Sæbraut, verður sjö hæðir og útlit hennar minnir á Íslandsbankahúsið, sem nú stendur á reitnum.

Samkeppnin var lokuð framkvæmdakeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Verkkaupi var fjárfestingasjóðurinn Langbrók sem er lóðarhafi á Kirkjusandi 2. Forsögn samkeppninnar var unnin í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Langbrók er í stýringu hjá Íslandssjóðum, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka