Ný hverfi og þétting byggðar umhverfis Reykjavíkurflugvöll breyta vindafari við sumar brautir vallarins, þannig að þar getur myndast ókyrrð og sviptivindar.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir að þetta geti skapað hættulegar aðstæður.
Ný hollensk rannsókn sýnir að 4-5 hæða byggð í Nýja-Skerjafirði auki vandann enn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.