Staðan er mjög slæm

Atvinnuleysið er nálægt því að verða 13%.
Atvinnuleysið er nálægt því að verða 13%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staðan er nátt­úru­lega mjög slæm. Maður var að vona að þetta færi að glæðast upp úr ára­mót­um en það er ekki sjá­an­legt á næst­unni. Það er þungt hljóð í fólki og slæm staða,“ seg­ir Guðbjörg Krist­munds­dótt­ir, formaður Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is.

Nýj­ar töl­ur Vinnu­mála­stofn­un­ar, sem birt­ar voru í gær, sýna að heild­ar­at­vinnu­leysið á Suður­nesj­um jókst úr 23,3% í des­em­ber í 26% af vinnu­afl­inu í sein­asta mánuði. Meðal kvenna mæld­ist 29,1% heild­ar­at­vinnu­leysi í janú­ar en 24% hjá körl­um.

Guðbjörg seg­ir að þess­ar at­vinnu­leys­istöl­ur séu hærri en elstu menn muni eft­ir og að sögn henn­ar er ekki að sjá að neitt sé að lifna yfir at­vinnu­líf­inu neins staðar á svæðinu. „Þetta hef­ur aldrei verið svona slæmt hjá okk­ur,“ seg­ir hún í Morg­un­blaðinu í dag og kveðst ekki sjá fram á neina stóra breyt­ingu á þessu ástandi a.m.k. á næstu tveim­ur mánuðum, en kveðst þó vona að at­vinnu­ástandið fari að glæðast þegar fer að líða á sum­arið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert