Staðan er mjög slæm

Atvinnuleysið er nálægt því að verða 13%.
Atvinnuleysið er nálægt því að verða 13%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staðan er náttúrulega mjög slæm. Maður var að vona að þetta færi að glæðast upp úr áramótum en það er ekki sjáanlegt á næstunni. Það er þungt hljóð í fólki og slæm staða,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

Nýjar tölur Vinnumálastofnunar, sem birtar voru í gær, sýna að heildaratvinnuleysið á Suðurnesjum jókst úr 23,3% í desember í 26% af vinnuaflinu í seinasta mánuði. Meðal kvenna mældist 29,1% heildaratvinnuleysi í janúar en 24% hjá körlum.

Guðbjörg segir að þessar atvinnuleysistölur séu hærri en elstu menn muni eftir og að sögn hennar er ekki að sjá að neitt sé að lifna yfir atvinnulífinu neins staðar á svæðinu. „Þetta hefur aldrei verið svona slæmt hjá okkur,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag og kveðst ekki sjá fram á neina stóra breytingu á þessu ástandi a.m.k. á næstu tveimur mánuðum, en kveðst þó vona að atvinnuástandið fari að glæðast þegar fer að líða á sumarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert