Starfsstöð opnuð á Akureyri

Nýja skrifstofan verður til húsa í Glerárgötu 34 á Akureyri.
Nýja skrifstofan verður til húsa í Glerárgötu 34 á Akureyri.

Ríkisendurskoðun mun á næstu vikum opna skrifstofu á Akureyri. Þetta má m.a. sjá í auglýsingu á Starfatorgi, þar sem stofnunin auglýsir eftir starfsfólki í fjárhagsendurskoðun og til úttekta á stjórnsýslu stofnana með aðsetur á Akureyri.

„Það er rétt að við erum að ráðast í þetta eftir nokkra athugun á síðustu misserum hvernig best væri að standa að þessu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi í samtali við Morgunblaðið.

Verkefni skrifstofunnar verða að annast fjárhagsendurskoðun á A-stofnunum, svo sem heilsugæslu, menntastofnunum, lögreglu, sýslumönnum og ýmsum stofnunum á Norður- og Austurlandi og annast stjórnsýsluúttektir og liðsinna við eftirlit með ríkistekjum.

„Á undanförnum árum hefur starfsfólk komið úr Reykjavík til að sinna þessum verkefnum en nú verða nokkrir starfsmenn staðsettir á Akureyri. Jafnframt er áformað að færa ákveðin verkefni fyrir landið allt, sem eingöngu eru unnin rafrænt, til Akureyrar,“ segir Skúli Eggert í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert