Við veiðar við Breiðamerkursand

Grænlenska skipið Polar Amaroq við veiðar við Reykjanes.
Grænlenska skipið Polar Amaroq við veiðar við Reykjanes.

Fjögur skip voru í gær að lonuveiðum undan Breiðamerkursandi, grænlensku skipin Polar Amaroq og Tasilaq og Finnur Fríði og Nordborg frá Færeyjum. Loðnan stóð djúpt og litlar fréttir voru af miðunum síðdegis í gær.

Grænlenskum skipum er heimilt að veiða samtals 9.293 tonn af loðnu í lögsögunni og færeyskum 6.365 tonn. Líklegt er að íslensku loðnuskipin haldi til veiða um eða upp úr helgi.

Um 20 norsk skip hafa undanfarið verið að loðnuveiðum út af Austfjörðum og hafa þau landað afla í Noregi, Færeyjum og hér á landi. Hátt verð hefur verið greitt fyrir loðnuna í upphafi vertíðar miðað við það sem áður hefur verið, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Í farmi sem norskt fyrirtæki keypti í gær úr einu skipanna var meðalverðið 15,33 krónur norskar fyrir kílóið eða sem nemur um 230 ísl. kr. Í Fiskaren í Noregi kemur fram að meðalverð fyrir kíló af makríl hafi verið 180 krónur undanfarið, en venjulega sé makrílverðið mun hærra en greitt sé fyrir loðnu.

Fjöldi norskra skipa, sem samtímis fá leyfi til að veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, takmarkast við 30 skip. Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 41.808 tonn af loðnu, mega aðeins veiða í nót og ekki sunnan línu, sem dregin er í austur frá punkti sunnan Álftafjarðar (64°30'N).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert