Viðhald kirkna líður fyrir fjárskort

Stokkeyrarkirkja.
Stokkeyrarkirkja. mbl.is/Sigurður Bogi

Reiknuð viðhaldsþörf um 150 friðlýstra kirkna þjóðkirkjunnar árið 2019 var rúmlega 217 milljónir króna, að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands.

Þá námu sóknargjöld til sókna þjóðkirkjunnar alls tæplega 193 milljónum króna en þau þurfa að standa undir margvíslegu starfi og rekstri sóknanna, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Viðhaldsvandi kirkna er útbreiddur og tengist niðurskurði sóknargjalda allt frá árinu 2009. Hann nemur tugum prósenta og er langt umfram það sem aðrir þurftu að þola vegna hrunsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert