Bótaskylda viðurkennd vegna brjóstapúða

Konurnar höfðuðu mál gegn eftirlitsaðila með framleiðslu PIP brjóstapúða í …
Konurnar höfðuðu mál gegn eftirlitsaðila með framleiðslu PIP brjóstapúða í Frakklandi. AFP

Þýska eftirlitsfyrirtækið TÜV Reihnland hefur verið dæmt bótaskylt gagnvart um 200 íslenskum konum sem höfðuðu mál eftir að settar voru í þær skaðlegir brjóstapúðar hér á landi.

RÚV hefur eftir lögmanni kvennanna að um mikilvægan áfangasigur sé að ræða en að líklega farið málið fyrir Hæstarétt í Frakklandi.

Kona sem fékk púðana árið 2004 veiktist mjög vegna þeirra og tína þurfti sílikontægjur úr holhönd hennar þegar þeir voru fjarlægðir.

Yfir 400 íslenskar konur fengu svokallaða PIP-púða í brjóstastækkun á árunum 2000 til 2010. Síðar kom í ljós að þeir láku og innihéldu einnig iðnaðarsílikon sem er ekki ætlað til lækninga.

Árið 2011 kom í ljós að um 400 þúsund konur um allan heim væru með þessa púða í brjóstum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert