Bótatímabilið verði lengt í 4 ár

BSRB kallar eftir aðgerðum vegnavanda atvinnulausra og lágtekjufólks,
BSRB kallar eftir aðgerðum vegnavanda atvinnulausra og lágtekjufólks, Heiðar Kristjánsson

BSRB kallar eftir aðgerðum fyrir tekjulága og atvinnulausa og vísar til niðurstaðna úr nýbirtri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins um stöðu launafólks.

Fer bandalagið fram á að tímabil atvinnuleysisbóta verði lengt tímabundið í fjögur ár og að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða til að bæta kjör atvinnulausra og lágtekjufólks.

Formannaráð BSRB fundaði í gær og krefst þess í ályktun sem samþykkt var um vanda lágtekjufólks að stjórnvöld grípi þegar í stað til tímabundinna aðgerða til að bæta kjör atvinnulausra og auki einnig stuðning við lágtekjufólk til lengri tíma.

Fram kom í könnuninni að um fjórðungur launafólks og helmingur atvinnulausra eiga erfitt með að ná endum saman og segir formannaráð BSRB að niðurstöðurnar sýni að sérstaklega þurfi að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu og slæmri heilsu hjá innflytjendum, ungu fólki og konum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert