Dæmdur í áttunda skiptið fyrir ölvunar- eða vímuefnaakstur

Málið var dæmt í Héraðsdómi Reykjaness.
Málið var dæmt í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Þrítugur karlmaður var í vikunni dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir ölvunar- og vímuefnaakstur í júní í fyrra. Samkvæmt ákæru málsins mældist maðurinn með 1,69 prómill af vínanda í blóðinu auk amfetamíns. Var maðurinn stöðvaður á Krýsuvíkurvegi í Hafnarfirði.

Maðurinn játaði sakargiftir, en þetta er í áttunda skiptið síðan árið 2010 sem hann brýtur af sér með ölvunar- eða vímuefnaakstri. Með hliðsjón af ítrekuðum brotum mannsins þótti við hæfi að svipta hann ökuleyfi ævilangt og dæma hann í 8 mánaða fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert